úff, ég veit ekki alveg hvernig þetta er að gera sig, en ég er amk búin að breyta. nú er ég ekki viss hvort linkarnir hafi haldið sér eða kommentakerfið en ef kommentakerfið vantar veit ég ekki alveg hvernig ég á að laga það því ég man ekkert hvernig ég setti það inn til að byrja með. vinsamlegast kommentið á hvernig ég get sett það inn ef það vantar...hehehe...
nema hvað, á daga mína hefur hitt og þetta drifið undanfarið. ég fór með fjölskylduna í okkar fyrstu tjaldútilegu út í bláinn. hún entist í uþb einn og hálfan sólarhring enda komumst við að því þar sem við tjölduðum undir vatnajökli að við vorum með eina nothæfa dýnu (við erum sko fjögur), ekkert teppi var með í ferðinni, almennileg fæða var af skornum skammti og við höfðum ekki tekið neitt með til að sitja á. við létum okkur hafa eina nótt sem við eyddum reyndar á óskaplega fögrum bletti aðeins innar en skaftafellstjaldstæðið, en við vorum ekki alveg í stuði fyrir gorítex sportklæðnaðarútihátíðina sem virtist hafa safnast saman þar. svo við keyrðum lengra eins og góðir antísósíalistar. á fimmtudagsmorguninn pökkuðum við risatjaldinu hans pabba saman og gengum upp að jökli. á leiðinni fundum við fallega steina og sáum leifar af fugli sem hafði greinilega verið étinn af einhverskonar óargadýri, eða kannski svöngum túrista í gönguskóm.
nú svo fórum við uppað svínafellsjökli, skoðuðum skógarfoss, fórum í sund í vík sem er stödd í mýrdal og keyptum okkur skinkusalat og rauðan lakkrís í kjarvali á kirkjubæjarklaustri. þeir sem eru góðir í landafræði geta svo raðað atburðarásinni í rétta röð.
á föstudaginn fór ég svo í sjúkranudd til að reyna að ná úr mér vöðvabólgunni eftir tjalddýnuandskotann.
mikið er annars gott að fara í svona nudd. ég vissi ekki að ég væri með sogæðar fyrr en ég varð aum í upphandleggjunum og fékk útskýringar á því.
en jæja, best að fara upp að horfa á venesólönsku sápuóperuna mína.
ef einhver hefur áhuga skal ég segja ykkur betur frá henni síðar en hún er gífurlega spennandi og svo yndislega illa leikin að ég er dáleidd.
adiós amigos
Engin ummæli:
Skrifa ummæli