ó já ég fór á duran. keypti miða á síðustu stundu. er enn að jafna mig eftir hálsríginn, svitakastið, súrefnisleysið og ofþreytu axlarliðanna sökum klapps. ég hef svosem ýmislegt útá fyrirkomulagið að setja en ætla ekki að eyða orku í það hér og nú.
annars er ég bara á leið með rúma 50 unglinga og ungmenni í þórsmörk á morgun. við erum tvær þrítugar að fara að passa liðið. gangi okkur bara vel... já já.
ætli ég muni ekki segja betur frá þeirri reynslu hér síðarmeir þegar og ef ég hef náð sönsum eftir heimkomu.
það er ýmislegt á sig lagt þegar fólk kann ekki að segja nei.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli