hana... svo virðist sem ég hafi loksins fattað reglurnar.
nema hvað, ég er semsagt að horfa á sápuóperu frá venezuela sem heitir örlög konu eða destino de mujer á frummálinu. hún er sýnd á tve frá klukkan 0:30 til klukkan 2:00 að nóttu til alla sjö daga vikunnar. og já ég er geðveik og illa farin í heilanum.
þetta er bara svo yndislega hræðilega brjálæðislega fallega hallærislegt að ég get hreinlega ekki slitið mig í burtu. er þar af leiðandi svolítið lúin á morgnanna en læt mig hafa það. ýmislegt lagt á sig fyrir listina...
nema hvað, ég veit ekkert hvenær hún byrjaði og ég sé ekkert fram á að hún endi. þetta verður sennilega flóknara þegar ég þarf að mæta aftur til vinnu... bleh.
fyrir þau ykkar sem skiljið ekki spænsku eða nennið af öðrum ástæðum ekki að hefja áhorf fyrrnefndrar óperu, ætla ég aðeins að skýra frá aðal söguhetjunum og aðstæðum þeirra.
victor manuel er aðal karlinn, ungur, ljós á hörund, hávaxinn og sætur og þar af leiðandi góður gaur. (já sko karakterar í suður ameríku eru yfirleitt betri eftir því sem þeir eru ljósari). victor manuel missti föður sinn í barnæsku þegar hann var skotinn til bana af alfredo oropeza. maríana er ljóshærð og bláeygð og hún er dóttir fyrrnefnds alfredos, heldur hún semsagt, en hún og victor eru ástfangin og eiga lítinn son. en victor situr á þeim upplýsingum að hún sé í raun dóttir estefans föður síns sem alfredo drap og þau séu þar af leiðandi systkini. en maríana veit það ekki. maríana er dóttir auroru en þær halda báðar að lucrecia systir auroru sé móðir maríönu þar sem lucrecia lét hana halda að dóttir hennar hefði látist í fæðingu og svo lokaði hún systur sína inni á geðveikrahæli í tuttugu ár. alfredo oropeza er eiginmaður lucreciu en svo virðist sem hann hafi nauðgað auroru fyrir þessum tuttugu árum sem þar af leiðandi fær mig til að telja að maríana sé í raun dóttir hans og þar af leiðandi ekki systir victors manuels sem þar af leiðandi gerir ást þeirra mögulega og hef ég komist að þeirri niðurstöðu að allt muni enda vel áður en langt um líður. eða eftir að langt um líður.
það sem flækir hinsvegar málin er að victor manuel er búinn að biðja um hönd vanessu, sem er afbrýðisöm og fölsk og victor manuel notar hana bara til að reyna að komast yfir maríönu, en alberto fósturbróðir victors er ástfanginn af vanessu og frekar pirraður á bróður sínum fyrir að vera með henni. og svo er maríana búin að játa bónorði enriques, læknis sem er voða ástfanginn af henni, en hún samþykkti bara bónorðið til að reyna að gleyma victori manueli sem hún elskar heitt og skilur ekki af hverju hann forðast hana, enda veit hún ekki að hann heldur að þau séu systkini. en enrique á litla dóttur sem trúir ekki að móðir hennar sé látin og er þar af leiðandi ekki ánægð með kærustu föður síns og virkar þar af leiðandi sem hindrun fyrir brúðkaupi þeirra.
svo eru fullt fullt af fleiri persónum sem tengjast inní þetta hægri vinstri, þar á meðal luis miguel sem var alinn upp af barnapíunni frá kólumbíu en komst að því rétt áður en alfredo oropeza drap hann að hann var í raun sonur estefans og bróðir victors manuels sem hann hataði því hann sjálfur var líka ástfanginn af maríönu. en þeir voru einmitt orðnir vinir og voru að ræða hvernig þeir ætluðu að hjálpast að við að hefna föður síns þegar luis miguel var skotinn til bana eftir að hann henti sér í veg fyrir victor manuel sem var sá sem alfredo vildi drepa útaf einhverri gamalli skuld og ýmiskonar gamalgrónum hatri.
nema hvað, hafi einhver áhuga á að fylgjast nánar með framvindu mála skal ég með glöðu geði láta ykkur vita hvernig allt gengur.
ég hef hvort sem er ekkert gáfulegra efni á milli eyrnanna þessa dagana og er hreint út sagt heiladauð.
spurning hvort óperan sé orsök eða afleiðing....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli