hananú. síðasti kennsludagur er í gangi hérmeð og ég á leið í frí. síðburðurinn minn er líka á leið í frí eftir daginn í dag, en hún stendur í þeirri meiningu að frí sé einhver staður og hún er að verða ansi pirruð á því að ég skuli aldrei fara með hana í frí, hvar svo sem það er.
á morgun ætla afi og amma að fara með hana í frí. frí er á hólmavík.
nema hvað... annars er það af mínu sálarástandi að frétta að ég er enn að reyna að átta mig á því hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. þetta er ákveðin dílemma sem ég er að kljást við þessa dagana, vikurnar og mánuðina. ég veit ekki hvort ég á að reyna að fara útí bisness og nota fjármálanefið mitt sem foreldrarnir eru svo ánægðir með, hvort ég á að vera hagsýn og læra að vera betri kennari og halda þannig áfram á þeirri braut sem ég rann óvart inná, eða hvort ég á að hlaupa útá hugsjónabrautina og læra kvikmyndagerð og taka þannig sénsinn á að vera sífellt blönk. eða kannski ætti ég bara að gera eitthvað allt annað... ég er hreinlega komin í kleinu.
mig vantar að eignast ástríðu. á einhver ástríðu til að lána mér?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli