ókey, þórdís sagði klukk við mig í kommentakerfinu mínu og eftir að hafa grennslast fyrir um þýðingu þessa klukks hef ég komist að því að mér er ætlað að láta í ljós fimm atriði um sjálfa mig.
skal gert:
1. ég borða ekki túnfisk, ólífur eða þorramat og drekk hvorki kaffi né rauðvín.
2. ég fæ niðurgang úr spenningi vegna ferðalaga eða stressi vegna ósættis og rifrilda.
3. ég er með hálfa framtönn úr plasti eftir að fá skíðalyftu í andlitið í austurríki 12 ára að aldri.
4. ég kann ekki að elda og finnst ekkert gott sem ég geri nema kökur. ég er líka lélegur föndrari.
5. ég er ógeðslega kaldhæðin og get verið algjör skítalabbi, en samt þarf ekki meira en ungbarnatær í sjónvarpinu til og þá er ég komin með gæsahúð og tár í augun. en í raun grenja ég meira yfir sjónvarpsefni heldur en raunveruleikanum því að í honum er ég barasta ansi hreint ánægð og kátur karakter.
og hananú.
klukk Lóa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli