mánudagur, september 26, 2005

listi nr.2:
1. mér finnst gaman að skrifa svona lista um sjálfa mig en þykir þó ögn vandræðalegt að troða listum uppá annað fólk þannig að við svona tækifæri brjótast um í mér tilfinningar sem gera það að verkum að mig bæði langar og langar ekki til að gera annan lista.
2. ég tel mig vera mannþekkjara og held oft að ég sjái auðveldlega í gegnum fólk, þ.e. hverskonar týpur það er, en samt finnast mér flestir vera fínir þegar ég kynnist þeim og það þarf oft góðan slatta af óverdósi til þess að einhver fari virkilega í taugarnar á mér.
3. mig langar til að vera ódauðleg og ég er óhemju hrædd við dauðann. ég fæ stóran sting í magann þegar ég hugsa til þess að dagur dauða míns muni renna upp. sömuleiðis fæ ég stinginn þegar ég hugsa um mína nánustu.
4. ég skrifaði einusinni fullt af ljóðum en er hætt því í seinni tíð. ljóðræni neistinn er eitthvað slappur. einu sinni þegar ég var í tónmenntatímum í effbé, (fjölbraut breiðholti) skrifaði ég alltaf litla ljóðabók í hverjum tíma og skildi hana eftir á ofninum við hliðina á borðinu mínu. svo ímyndaði ég mér rómantískar sögur um manneskjuna sem fyndi ljóðin eftir dularfulla skáldið. litlu ljóðabækurnar voru alltaf horfnar í næsta tíma en í seinni tíð er mig farið að gruna ræstingafólkið og ruslatunnuna.
5. ég á óskaplega erfitt með kveðjustundir og er haldin kveðjufælni. ég græt jafn auðveldlega yfir kveðjustundum og ég geri yfir auglýsingum og bíómyndum. ég hef þó reynt að losna við þetta með því að grisja út sambönd við fólk sem ég hef í raun og veru hvorki gagn né gaman af að umgangast og þá leysi ég það einfaldlega með því að hverfa án þess að kveðja.

6. kveðjufælni mín og listaskrifanautn gera það að verkum að mér þykir sárt að þurfa að hætta að skrifa listann minn.....

Engin ummæli: