mánudagur, nóvember 27, 2006

af hverju hafa konur óbeit á líkamshárum sínum? hvaðan kom þetta með að við séum fallegri hárminni á líkama en hárprúðar á höfuðleðri? ekki þykir fallegt þegar konur eru hálfsköllóttar á höfðinu (nema í undantekningartilfellum eins og sjinned ó konnor). en þó erum við vinsamlegast beðnar um að vera sköllóttar í handakrikunum, á leggjunum og vel tilhafðar á þríhyrningnum.
ég viðurkenni alveg að ég tek þátt í þessum hárafasisma og líður helst til druslulega og subbulega ef langur tími líður á milli snyrtinga.
þetta getur alveg farið út í öfgar og valdið konum sálarkvölum og þjáningu. fyrir utan þjáninguna sem fylgir kláða og inngrónum hárum.
bölvuð endalaus tískuvesöld

Engin ummæli: