miðvikudagur, nóvember 01, 2006

makinn minn er útlenskur orðinn íslenskur þó svo að honum líði voða lítið íslenskum blessuðum. hann hefur verið hérna meira og minna síðan áður en það varð algengt að hitta útlendinga á íslandi sem voru ekki í sumarfríi og á leið út á land að hjóla.
síðan hann kom hafa margir komið sem er fínt og flott og gott fyrir landann og landið og eigum við slatta af vinum og kunningjum héðan og þaðan hérna.
ég get samt ekki að því gert að verða pirruð þegar ég stend sjálfa mig að því að vera smeyk við að ganga um miðbæinn á kvöldin eftir að hafa lesið um bandbrjálaða kynlífssvelta erlendinga sem bókstaflega taka konur og taka þær. það er ekki stemming sem ég vil hafa í samfélaginu þegar börnin mín stækka og þroskast. þá er einmitt búið að skemma þennan gamla kósí sjávarplássfíling sem ég hef alltaf verið svo hrifin og stolt af hér í litlu höfuðborginni. sérstaklega í miðbænum.
má panta að fá bara inn útlendinga með maka?

Engin ummæli: