sunnudagur, febrúar 17, 2008

föstudagurinn fór í veitingahúsaundirbúningssnatt. laugardagurinn fór í fjölskylduhreyfingarsnatt. dagurinn í dag fór í undirbúningstiltektfyrirkomutengdamóðursnatt. magnað hvað ryk er fljótt að verða til. hver stendur fyrir þessum andskota?
í gærkveld röltum við hjónaleysin á nálæga knæpu hvar við splæstum á okkur sitthvorum bjórnum. fengum bara lalla jóns til að kíkja eftir krökkunum á meðan. hann var allur boðinn og búinn þessi elska. þegar við komum heim klukkutíma seinna var hann búinn að svæfa krakkana og sat sjálfur hrjótandi í sófanum. við leyfðum honum bara að sofa úr sér. núna er hann að skúra baðherbergið.

Engin ummæli: