miðvikudagur, febrúar 13, 2008

tékklistinn fyrir veitingastaðinn/kaffihúsið er langur. einhver sagði mér að það sem við hefðum í huga kallaðist bístró. ég þekki orðið bístró voða illa svo að ég hef enn ekki getað tamið mér það, en það er nú bara svo...
nú þarf að ákveða opnunardaginn. mig langaði í 29. feb. eða 1. mars, en svo virðist vera að rosalega margir hafi ákveðið að gera merkilega hluti þá helgina. ég vil fá boðsgesti til mín svo að okkur langar að reyna að flýta okkur um heila viku. hvort það svo tekst er önnur ella.
tengdamóðirin er á leiðinni til landsins til að hjálpa okkur, enda hjálpsöm mjög. við erum samt að hugsa um að hleypa henni ekki í skreytingarnar, enda var það hún, einsog glöggir muna kannski eftir, sem var nærri búin að skreyta eldhúsið okkar í mexíkó með beljuþema. það er ekki alveg það sem við erum að leita að. tengdamóðirin er mjög fín og skemmtileg og góð en einhverra hluta vegna hefur henni aldrei tekist að fatta mig. hún gefur mér næstum því alltaf hluti sem ég nota ekki og enda í kössum hingað og þangað. núna á ég t.d. um 7 veski frá henni sem ég hef og mun aldrei nota. smekksatriði sko. þetta er ósköp leiðinlegt, en þegar fólk kaupir gjafir í mexíkó og gefur fólki á íslandi getur þetta með að skipta og fá nýtt orðið flókið.
ég hélt að ég væri ekki erfið í gjöfum en það er bara eitthvað sambandsleysi þarna...
já, og bístróið á að heita chilango. takk fyrir það.
(chilango er slanguryrði sem notað er yfir þá sem koma frá mexíkóborg)

Engin ummæli: