laugardagur, september 13, 2008

ég kannast alls ekki við að eiga við drykkjuvandamál að stríða. reyndar fékk ég mér slatta af bjór í sumar. stundum meiri slatta en stundum, en aldrei þó þannig að ég hafi misst stjórn á mér, gleymt stað og stund, nú eða gubbað. það mætti eiginlega segja að ég hafi tekið örfáar góðar rispur á meðan á sumrinu stóð en bara þegar tilefni var til. sumra á milli fer áfengi ansi sjaldan inn fyrir mínar varir. bara svona ef það er eitthvað sérstakt. eða einstaka sinnum einn og einn bjór í kósíheitum á föstudagskveldi og með vinkonunum á kaffihúsi. þegar fólk fer sérstaklega út á svokallað djamm eða fer í skemmtiferðir yfir helgi til útlanda mætti segja mér að það þætti tiltölulega eðlilegt að hafa áfengi um hönd á meðan fólk hegðar sér innan velsæmismarka.
við slík tækifær hef ég endrum og eins torgað ansi miklu magni af þeim gula en hef, eins og ég segi, talið mig innan markanna. hef bara haft gaman og hlegið mikið.
það er þó til manneskja á höfuðborgarsvæðinu sem virðist greinilega hafa sóað tíma sínum í að velta mér og minni drykkju fyrir sér og haft af henni áhyggjur. það þykir mér að vissu leyti heiður, en tími annarra sem fer í að hugsa um mig er það. en mér þykir það líka undarlegt, skrýtið og stórfurðulegt. hefur þessi elska virkilega ekki annað við tíma sinn að gera?
skál í botn.

Engin ummæli: