merkilegt hvað það þarf stundum lítið til að skemma mikið.
í nótt átti einhver greinilega leið framhjá húsinu mínu. einhver sem sá sig knúinn/knúna til að ýta örstutt á dyrabjölluna hjá okkur.
með þessari einu litlu hreyfingu handarinnar tókst þessum skítarassakúkalúsablesa að eyðileggja fyrir mér alla nóttina. mér bregður við dyrabjöllur um miðja nótt. þegar mér bregður fæ ég hjartslátt. þegar ég fæ hjartslátt á ég erfitt með að sofna aftur. þegar ég veit að ég á erfitt með að sofna aftur fer ég að hugsa. þegar ég fer að hugsa verður enn erfiðara að sofna. þegar ég á erfitt með að sofna á ég erfitt með að vakna. þegar ég á erfitt með að vakna er ég þreytt allan daginn. þegar ég er þreytt allan daginn er ég leiðinleg.
þannig að það er semsagt þessum drulludela að þakka að ég er leiðinleg í dag.
takk fyrir það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli