mánudagur, september 15, 2008


ætli þetta hafi heppnast hjá mér? vonum það.
annars er þetta litla uppáhalds hljómsveitin mín. seisei já.

í dag er þjóðhátíðardagur le mexique. á laugardagskveldið síðasta var því fagnað á litla veitingastaðnum sem kenndur er við heilaga nöfnu mína. þar brilleraði tengdamóðirin í happdrættinu, gaf viðstöddum gjafir og lét liðið spila bingó. þeir einu sem skildu hana voru meðlimir mexíkanaskarans sem var á staðnum í hátíðarskapi. mér sýndust allir vera glaðir.
það besta voru þó yfirvaraskeggin sem flæddu um allt. ég og litli bróðir minn stóðum saman og þurftum ekki annað en horfa hvor á aðra með yfirvaraskegg til þess að bresta í grátlegan hlátur. boj hvað það var gaman. ætli ég skelli ekki myndum af uppátækinu inn loksins þegar staðurinn eignast heimasíðuna sína sem verður vonandi hvað úr hverju.
hvað úr hverju.

Engin ummæli: