hvernig er hin fullkomna manneskja? er hún alltaf í stuði? er hún alltaf með svör á reiðum höndum? kemur hún aldrei neinum í vont skap eða gerir hún alla óréttláta brjálaða með réttlætiskennd sinni? er hún laus við appelsínuhúð og bólur? gerir hún allt sem hún gerir vel? kann hún að hlusta á fólk og ráðleggja því þannig að öllum líði vel? er hún alltaf skipulögð og veit hvað hún er að gera? er hún aldrei með mat í tönnunum? hefur hún alltaf gaman af börnum og gamalmennum? segir hún alltaf satt og talar alltaf vel um alla? fara öll föt henni vel? heldur hún heimili sínu hreinu og bakar sitt eigið brauð? eldar hún næringarríkan mat fyrir fólkið sitt sem hún svo borðar með fjölskyldunni stundvíslega klukkan sjö? nennir hún endalaust að leika við börnin sín sem borða ekki sykur og horfa hvorki á sjónvarp né leika sér í tölvuleikjum? stundar hún gefandi kynlíf með myndarlega makanum sínum sem hún er alltaf jafn ástfangin af? er hún dugleg við að gera rómantíska hluti með honum og er alltaf frumleg og sniðug í gjöfum og uppákomum? er hún jafn góð í íþróttum og trivial pursuit?
er hún gersamlega óþolandi í fullkomnun sinni?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli