fimmtudagur, september 04, 2008

gaman að því hvað fólk er mismunandi. mér finnst mjög fínt að vera mismunandi. ég er svo hrikalega mismunandi að ég hef sjaldan séð annað eins.
og nú er síðburðurinn orðin 6 ára. fyrir sléttum 6 árum síðan var ég reytt og ringluð með þrútin brjóst í rauðum flauelssófa. tæpum sólarhring eftir burð. fyrir 6 árum og degi síðan sat ég og horfði á gamanmynd og át pizzu frá eldsmiðjunni. setti svo af og til á pásu á meðan hríðirnar liðu hjá.
í dag er ég ekki að fara að eiga fleiri börn. nó vei hósei. ekki séns. ekki að ræðaða. ekki fræðilegur. glætan. þokka fokkinglega ekki. ég er orðin of sjálfselsk með aldrinum. eða kannski var ég alltaf svona sjálfselsk. fattaði það bara ekki. sjálfselska er genetísk. held ég.
þörf fyrir athygli er það líka.
er kuala lumpur höfuðborg malasíu? ha?
heyrðu maður, ég var að láta 10. bekkinga horfa á spænska bíómynd í dag. guð minn góður hvað ég hefði átt að horfa á hana fyrst, ég var alveg búin að gleyma henni. fór örlítið mikið hjá mér þegar drullusokkurinn í myndinni fór að tala um rassaríðingar og annarskonar ansi myndrænar ríðingar.
börnin flissuðu. sennilega ýmsu vön. ég bíð svo bara eftir símtalinu frá brjálaða foreldrinu...

Engin ummæli: