djöfull er ég ánægð með að fólk sé farið að dunda sér við að mótmæla. við litla familían höfum rölt til að mótmæla síðustu laugardaga, bara svona til að sýna lit og vera ekki alveg sama um ástandið. dóttirin er mjög spennt. spyr á leiðinni niður í bæ hvort við séum núna að mótmæla og þegar fólk heldur ræður vill hún að það fari nú að þagna svo við getum tekið til við mótmælin. í gær sönglaði hún ,,davíð burt" þar sem hún sat í aftursæti bílsins á leiðinni í bónus. hún var fyrst ekki viss hvort hún ætti að segja davíð urt eða hvað, en svo var það bara leiðrétt og hún sönglaði áfram. hún veit svosem ekkert hver þessi davíð er eða hvert hann eigi að fara en finnst samt gaman að mótmæla. það er ekki eins og hún hafi ekki reynslu í því. hún mótmælir öllu allan daginn heima hjá sér svo að opinber mótmæli eru í raun bara áherslubreyting hjá þeirri litlu.
frumburðinum finnst þetta samt hálf hallærislegt. eins og svo margt annað. þar sem hann er mikil tilfinningavera á hann í raun hálf erfitt með að gútera að fólk geti fengið af sér að úthrópa einhvern, vorkennir aumingja davíð sem hlýtur að líða illa heima hjá sér yfir eineltinu. það er gott að hann sé svona góð sál blessaður. frumburðurinn sko, ekki davíð.
annars gengur lífið sinn vanagang þrátt fyrir hærra verð á öllu og færri viðskiptavini á litlu söntu maríu. þetta með færri viðskiptavinina veldur þó reyndar smá kvíðahnút í maga, en það er fátt annað að gera en að bretta upp ermar, kyngja kögglinum og reyna að halda ótrauð áfram.
hvernig hefur þú það annars?
mánudagur, október 27, 2008
fimmtudagur, október 23, 2008
það eina góða við vekjaraklukkuna er að stundum tekst henni að rjúfa drauma sem annars hefðu gleymst áður en maður vaknar. ég lenti í því í morgun. var voða ánægð að muna drauminn minn, enda svaðalega kósí draumur. reyndar hefði ég ekkert munað hefði ég sofið út og þar af leiðandi væri ég ekki svekkt yfir að hafa gleymt því sem ég man ekki eftir.... eða þú skilur. en mér þótti vænt um að fá að muna hann þennan.
hver þarf upplífgandi auglýsingar á skjá einum þegar hann hefur vekjaraklukku og drauma?
hver þarf upplífgandi auglýsingar á skjá einum þegar hann hefur vekjaraklukku og drauma?
þriðjudagur, október 21, 2008
undanfarið hef ég reynt að hljóma gáfuleg í samræðum við fólk á förnum vegi en nú get ég varla meir. ég verð barasta að koma útúr skápnum með þetta. ég skil ekki alveg hvað er að gerast. ég skil ekki hvernig bankakerfið virkar, ég skil ekki hvernig ríkisstjórnin virkar, ég skil ekki hvernig fjármálaeftirlitið virkar, ég skil ekki hvernig alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virkar, ég skil ekki hvernig seðlabankinn virkar og ég skil ekki hvernig hlutabréfamarkaðurinn virkar eða peningamarkaðssjóðir. við skulum ekki einusinni fara útí kvótakerfið ógrátandi... ég held ég viti hvernig lífeyrissjóðir virka eftir að hafa unnið í slíkum og mér var sagt í æsku að ég ætti að geyma peningana mína í banka því þar væru þeir öruggari en heima eða í sparibauknum. þeir áttu líka að stækka í bankanum. þetta var innprentað svo vel og örugglega í mig frá blautu barnsbeini að ég á erfitt með að slíta mig útúr innbyggðu bankatraustinu.
með aldrinum hef ég þó lært að það að vera fullorðinn sé engan veginn ávísun á að vera klár, skynsamur, vel meinandi, sanngjarn og heiðarlegur. það er til fullt af fullorðnum bjánum. því miður. með enn auknum aldri er mér að lærast að það að vera stjórnmálamanneskja sé engan vegin ávísun á að vera klár, skynsamur, vel meinandi, sanngjarn og heiðarlegur. sem er skítt.
og talandi um traust. eftir hinn skamma en lærdómsríka tíma minn sem blaðakona á dv lærðist mér að fjölmiðlar eru fullir af allskonar liði sem alls ekki allt er klárt, skynsamt, vel meinandi, sanngjarnt eða heiðarlegt. sem er synd.
hverjum á ég að treysta? hvað er að gerast? hvar er ég?
með aldrinum hef ég þó lært að það að vera fullorðinn sé engan veginn ávísun á að vera klár, skynsamur, vel meinandi, sanngjarn og heiðarlegur. það er til fullt af fullorðnum bjánum. því miður. með enn auknum aldri er mér að lærast að það að vera stjórnmálamanneskja sé engan vegin ávísun á að vera klár, skynsamur, vel meinandi, sanngjarn og heiðarlegur. sem er skítt.
og talandi um traust. eftir hinn skamma en lærdómsríka tíma minn sem blaðakona á dv lærðist mér að fjölmiðlar eru fullir af allskonar liði sem alls ekki allt er klárt, skynsamt, vel meinandi, sanngjarnt eða heiðarlegt. sem er synd.
hverjum á ég að treysta? hvað er að gerast? hvar er ég?
sunnudagur, október 19, 2008
jehe dúhúdda míhía hvað það var gaman í gær hjá mér. ég var svo heppin að hljóta bleikt armband og svo blátt og opnuðu þau mér dyr himnaríkis... nei djók. ég var bara á nasa á erveivs og endaði í sæluvímu með kúabjöllu uppi á sviði sem ein af óteljandi aukahlutum effemm belfast. ég tróð mér eiginlega þangað sjálf og fannst ég svo vera óttaleg frekja. en mæ ó mæ hvað það var samt gaman. nennir einhver að stofna með mér hljómsveitina...eeee....hmmm... am dublin eða hm hólmavík? þetta virkar eitthvað svo skemmtó starf, sérstaklega þegar allir eru glaðir. en kannski myndi mér ekkert takast að gera alla svona glaða.... arg. ég er hætt við. syng hvort eð er ekkert vel. mér fannst ég samt góð á kúabjölluna. en kannski var það bara bjórinn að tala. æi ætli ég haldi mig þá ekki bara við kennsluna áfram... (svona er ég góð í að tala sjálfa mig í hringi, enda svo alltaf á því að sannfærast)
nema hvað, þrátt fyrir allt skemmti ég mér svo vel að þegar ég kom út lá mér við yfirliði. ofþreyta? súrefnisskortur? drykkja? veit ekki en ég klöngraðist allaveganna heim á einum og hálfum hæl og sofnaði eins og engill.
dagurinn í dag hefur svo liðið í þoku undir þungum augnlokum.
hve glöð er vor æska.
nema hvað, þrátt fyrir allt skemmti ég mér svo vel að þegar ég kom út lá mér við yfirliði. ofþreyta? súrefnisskortur? drykkja? veit ekki en ég klöngraðist allaveganna heim á einum og hálfum hæl og sofnaði eins og engill.
dagurinn í dag hefur svo liðið í þoku undir þungum augnlokum.
hve glöð er vor æska.
miðvikudagur, október 15, 2008
jæjaþá. ætti maður að vera duglegri í blorginu? svo spyrja sig krosstré sem önnur tré.
hvað er annars að frétta fyrir utan hið augljósa? tja, ég hef það fínt inni í bómullarhnoðranum mínum þar sem bros er helsti gjaldmiðillinn.... obbosí, þarna glitti í væmna rúsínuhundinn í mér. þennan sem ég er alltaf að reyna að bæla niður þar sem ég er helber töffari útávið og harðnagli mikill. skrattinn. þetta læt ég ekki koma fyrir aftur. biðst afsökunar.
nú er ég fegin að vera ekki fjármálagúru á stórum bíl. ég er aldeilis óvart komin með fordóma fyrir fólkum á stórum og dýrum býlum og bílum. ætli það sé tíðarandinn? giska á það.
ég var áðan að horfa á fimmstjörnuhljómsveitina effemm belfast. það var gaman líkt og áður. í dag horfði ég líka á sérdeildarsveitina syngja lukku láka eftir hallbjörn hjartarson. það er svo fallegt að horfa á einhverft fólk syngja og tralla að í hvert sinn sem þeir hefja upp raust sína drengirnir mínir, fæ ég tár í augun og kökk í hjartað. þeir eru sko að æfa sig fyrir söngvakeppni sérdeilda en ég er hin svekktasta að komast ekki með til höfuðborgar norðursins að horfa á. það verður sennilega ekki á allt kosið.
nú er líf í tuskunum í smáralind. fjörið heldur áfram í singing bee. ný ristuð snilld frá kfc. við kynnum harpic max, hvað segir klósettið þitt um þig?
er að horfá sjómpartið. miðvikudagar eru skjár einn kvöld hjá mér. nú sekk ég mér í andlegan ólifnað. bless á meðan.
hvað er annars að frétta fyrir utan hið augljósa? tja, ég hef það fínt inni í bómullarhnoðranum mínum þar sem bros er helsti gjaldmiðillinn.... obbosí, þarna glitti í væmna rúsínuhundinn í mér. þennan sem ég er alltaf að reyna að bæla niður þar sem ég er helber töffari útávið og harðnagli mikill. skrattinn. þetta læt ég ekki koma fyrir aftur. biðst afsökunar.
nú er ég fegin að vera ekki fjármálagúru á stórum bíl. ég er aldeilis óvart komin með fordóma fyrir fólkum á stórum og dýrum býlum og bílum. ætli það sé tíðarandinn? giska á það.
ég var áðan að horfa á fimmstjörnuhljómsveitina effemm belfast. það var gaman líkt og áður. í dag horfði ég líka á sérdeildarsveitina syngja lukku láka eftir hallbjörn hjartarson. það er svo fallegt að horfa á einhverft fólk syngja og tralla að í hvert sinn sem þeir hefja upp raust sína drengirnir mínir, fæ ég tár í augun og kökk í hjartað. þeir eru sko að æfa sig fyrir söngvakeppni sérdeilda en ég er hin svekktasta að komast ekki með til höfuðborgar norðursins að horfa á. það verður sennilega ekki á allt kosið.
nú er líf í tuskunum í smáralind. fjörið heldur áfram í singing bee. ný ristuð snilld frá kfc. við kynnum harpic max, hvað segir klósettið þitt um þig?
er að horfá sjómpartið. miðvikudagar eru skjár einn kvöld hjá mér. nú sekk ég mér í andlegan ólifnað. bless á meðan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)