miðvikudagur, október 15, 2008

jæjaþá. ætti maður að vera duglegri í blorginu? svo spyrja sig krosstré sem önnur tré.
hvað er annars að frétta fyrir utan hið augljósa? tja, ég hef það fínt inni í bómullarhnoðranum mínum þar sem bros er helsti gjaldmiðillinn.... obbosí, þarna glitti í væmna rúsínuhundinn í mér. þennan sem ég er alltaf að reyna að bæla niður þar sem ég er helber töffari útávið og harðnagli mikill. skrattinn. þetta læt ég ekki koma fyrir aftur. biðst afsökunar.
nú er ég fegin að vera ekki fjármálagúru á stórum bíl. ég er aldeilis óvart komin með fordóma fyrir fólkum á stórum og dýrum býlum og bílum. ætli það sé tíðarandinn? giska á það.
ég var áðan að horfa á fimmstjörnuhljómsveitina effemm belfast. það var gaman líkt og áður. í dag horfði ég líka á sérdeildarsveitina syngja lukku láka eftir hallbjörn hjartarson. það er svo fallegt að horfa á einhverft fólk syngja og tralla að í hvert sinn sem þeir hefja upp raust sína drengirnir mínir, fæ ég tár í augun og kökk í hjartað. þeir eru sko að æfa sig fyrir söngvakeppni sérdeilda en ég er hin svekktasta að komast ekki með til höfuðborgar norðursins að horfa á. það verður sennilega ekki á allt kosið.
nú er líf í tuskunum í smáralind. fjörið heldur áfram í singing bee. ný ristuð snilld frá kfc. við kynnum harpic max, hvað segir klósettið þitt um þig?
er að horfá sjómpartið. miðvikudagar eru skjár einn kvöld hjá mér. nú sekk ég mér í andlegan ólifnað. bless á meðan.

Engin ummæli: