fimmtudagur, október 23, 2008

það eina góða við vekjaraklukkuna er að stundum tekst henni að rjúfa drauma sem annars hefðu gleymst áður en maður vaknar. ég lenti í því í morgun. var voða ánægð að muna drauminn minn, enda svaðalega kósí draumur. reyndar hefði ég ekkert munað hefði ég sofið út og þar af leiðandi væri ég ekki svekkt yfir að hafa gleymt því sem ég man ekki eftir.... eða þú skilur. en mér þótti vænt um að fá að muna hann þennan.
hver þarf upplífgandi auglýsingar á skjá einum þegar hann hefur vekjaraklukku og drauma?

Engin ummæli: