jehe dúhúdda míhía hvað það var gaman í gær hjá mér. ég var svo heppin að hljóta bleikt armband og svo blátt og opnuðu þau mér dyr himnaríkis... nei djók. ég var bara á nasa á erveivs og endaði í sæluvímu með kúabjöllu uppi á sviði sem ein af óteljandi aukahlutum effemm belfast. ég tróð mér eiginlega þangað sjálf og fannst ég svo vera óttaleg frekja. en mæ ó mæ hvað það var samt gaman. nennir einhver að stofna með mér hljómsveitina...eeee....hmmm... am dublin eða hm hólmavík? þetta virkar eitthvað svo skemmtó starf, sérstaklega þegar allir eru glaðir. en kannski myndi mér ekkert takast að gera alla svona glaða.... arg. ég er hætt við. syng hvort eð er ekkert vel. mér fannst ég samt góð á kúabjölluna. en kannski var það bara bjórinn að tala. æi ætli ég haldi mig þá ekki bara við kennsluna áfram... (svona er ég góð í að tala sjálfa mig í hringi, enda svo alltaf á því að sannfærast)
nema hvað, þrátt fyrir allt skemmti ég mér svo vel að þegar ég kom út lá mér við yfirliði. ofþreyta? súrefnisskortur? drykkja? veit ekki en ég klöngraðist allaveganna heim á einum og hálfum hæl og sofnaði eins og engill.
dagurinn í dag hefur svo liðið í þoku undir þungum augnlokum.
hve glöð er vor æska.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli