þriðjudagur, janúar 27, 2009

það gengur svo mikið á að mér dettur ekkert í hug að skrifa.
allt á hvolfi hreinlega. í höfðinu, á heimilinu, í bænum, í landinu, í heiminum.
og ég er bara lítill maur í hringiðu alheimsins.
hringiða. ætli það sé ekki bara orð dagsins.
á meðan vex á mér hárið, neglurnar og eyrun. hringiða tímans. hringiða atburða. hringiða lífsins. hringiða tilfinninga.
og ég sit uppi með risastór eyru.

Engin ummæli: