mánudagur, apríl 20, 2009

búin að ferma. þarf ekki að ferma meir fyrr en árið...uuu... 2016.
mingin-fer gekk vel. matarborðið var töfrum líkast, gestir glömpuðu í gleði sinni, barnið-fermingar leit út eins og ungur fallegur maður og smurt gekk allt. smurt mjög. ef ég væri skikkuð til að kvarta yfir einhverju væri það helst veðrið. liðið sem átti að sjá um það klikkaði all svakalega og hefur í beinu framhaldi verið rekið. eins og sjá má í dag voru þau fljót að hypja sig þessir andskotar.

mér tókst næstum því að fá ógeð á rjóma. ég held ég verði að hvíla mig á honum í smá stund til að skemma hann ekki fyrir mér.

en semsagt. ferming 2016.

Engin ummæli: