þriðjudagur, apríl 07, 2009

mér skilst að það kallist að vera á krossgötum þegar maður veit ekki í hvaða átt skal halda. eða eitthvað svoleiðis.
ég held að ég sé á þeim. ég veit ekki hvort ég á að beygja til hægri eða vinstri, halda áfram eða snúa mér við og halda tilbaka. á meðan ég reyni að komast að því hvert skal haldið stend ég kyrr með kjánalegan svip, lafandi neðrivör og tómlegt augnaráð. það er vonandi að eitthvað sparki mér af stað sem fyrst.

Engin ummæli: