þriðjudagur, apríl 14, 2009

í dag sat ég í vinnunni minni og bjó til fjögur próf. að auki undirbjó ég hvern einasta kennsludag sem eftir er fram að sumarfríi. þar var þungu fargi af mér létt. skrýtið hvernig ég hafði allt í einu einbeitingu í að sitja kyrr og skrifa, semja og hugsa. hana hef ég ekki haft lengi. einbeitinguna það er að segja.

móðirin bakar nú sem vitlaus væri fyrir ferminguna sem er á sunnudaginn næstkomandi og ég er búin að skipuleggja átta marensbotna í höfðinu. símtölum rignir inn þar sem fólk vill vita hvað drengurinn vill fá í fermingargjöf. ég er í hvert einasta skipti jafn ringluð í röddinni því ég veit hreinlega ekki hvað hann vill. nema pening, en það er eitthvað bara svo boring að segja það.

veitingastaðurinn og barinn rúlla og rúla en mér til mikils ama neyðumst við víst til að hækka verðin á matnum örlítið á næstu dögum. bara svona rétt til að lifa af.
semsagt...já.

ég er að hugsa um að fara að búa mér til alter ego sem lifir meira spennandi lífi en ég þessa dagana. þá fer ég kannski að finna eitthvað skemmtilegt að skrifa um.

en fyrst ætla ég að skoða lítið barn.

Engin ummæli: