ég horfi og horfi á fréttir. fæ iðulega tár í augun og kökk í hálsinn. svissa á milli sky, cnn og bbc. velti fyrir mér hugsunarhætti míns eigins og ábyggilega margra fleiri. fox news sýndi í gærkvöldi frétt um eitthvað efnahags eitthvað, svo frétt um nokkra aðila sem lifðu sjóinn af fyrir kraftaverk á sunnudaginn og svo frétt um íþrótta eitthvað. fékk á tilfinninguna að þeir væru að reyna að láta mér líða betur yfir ástandinu, draga fram nokkra heppna til að ég felli gleðitár í staðin fyrir vanmáttartár. sænski glókollurinn sýndur trekk í trekk í trekk, hann bjargaðist fyrir kraftaverk. it was a miracle sagði ameríska parið sem bjargaði honum. ég sé bara móðurleysi í þessari frétt. kannski er ég of neikvæð. er hægt að vera of neikvæður? ég sé draslið sem á eftir að ryðja burt, ég sé börn án foreldra, foreldra án barna, fjölskyldur án heimila og án lifibrauðs, án brauðs, með vatn upp að hnjám en þó vatnslaus. ég pirra mig á því hvernig fréttamennskan gerir einhverstaðar í undirmeðvitundinni ráð fyrir þessari tilfinningu að það sé verra að svíar deyi heldur en tælendingar. að ellefu íslendingar séu verðmætari en tuttuguþúsund sri lanka búar eða indverjar. ég þoli þessa hugsun ekki en hún er hérna samt, líka í mér.
hringdi í 907-2020 til að friða samviskuna. vona að kristján jóhannsson hirði ekki peninginn...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli