ég veit ekki hver það var sem stakk uppá því að síld væri góð á bragðið, og þaðanaf síður hver það var sem ákvað að apa það upp eftir honum og eta þennan fjára. það sama má segja um fólkið sem asnaðist til að sannfæra aðra um að borða eftirrétti með sjerrí, túnfisksalat, ólívur, soðinn kjúkling, sardínur, þorramat, kæsta skötu, rjúpur, soðnar gulrætur, grásleppu, blóðmör, lifur, selkjöt eða hross.
ætli það hafi ekki verið sömu fíflin og sannfærðu skrílinn um að kaffi og rauðvín væru góð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli