þriðjudagur, febrúar 08, 2005

djöfull er mikið að gera! ég bara hreinlega má ekki vera að...

vinnufjandinn fríkar út
flest er skjól í fokið
ég er sveitt og súr með stút
seint verður því lokið

ritstíflað er ræksnið mitt
seint í rassinn gripið
krota smá svo verðég kvitt
og kommentin þið hripið

best að farað bögglast í
bókapant í síma
vil ei verða þekkt af því
að falla þar á tíma

hananú

Engin ummæli: