hvernig fer ég að því að fá fólk til að borga mér leigu sem átti að greiðast þann 1. janúar síðastliðinn? hvernig á ég að koma fram við fólk sem er búið að halda mér í ,,á morgun" og ,,þetta er að reddast" og ,,þetta er að koma" í heilan mánuð? hvernig tala ég við manneskjur sem eru krónísk fórnarlömb aðstæðna, sem bera enga ábyrgð á eigin veseni heldur er allt erfitt vegna þess að kerfið, félagsþjónustan, tryggingastofnun, bankinn, konan á skrifstofunni út í bæ, veika amman, fólkið sem sér um ömmuna, veiku börnin og læknarnir þeirra, vinnuveitandinn og strætóbílstjórinn eru að reyna að gera þeim lífið erfitt?
mig er farið að langa til að slá ákveðna aðila utanundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli