miðvikudagur, febrúar 02, 2005

magnaður andskoti. kveki á blogger.com og fæ allt á japönsku... makkar eru merkileg tæki.

prófayfirferð í heimahúsi þessa vikuna og undirbúningur næstu viku. óskaplega kósí að vinna heima.

mig dreymdi um daginn að ég ætti nýja systur sem ég stakk uppá að yrði skírð hildur dagmar. tengdist bróður pabba heitnum sem hét hilmar. hil -dur dag -mar... skiljú. samt ekki falleg samsetning og ansi óþjál. hildur dagmar hjálmtýsdóttir.

annars þykir mér skemmtilegt að tilkynna ykkur að ég verð bráðum móðursystir. lóa er ólétt að tvíburum og hin hamingjusamasta í nýja raðhúsinu ásamt honum kalla sem er hagfræðingur að mennt og vinnur í stjórnarstöðu hjá kb banka. hann var m.a. tilnefndur sem kynþokkafyllsti maður landsins á bóndadaginn síðasta. skolhærður og spengilegur með óskaplega vel mótaða vöðva, enda hefur hann verið í góðu formi síðan hann keppti í herra ísland hér um árið.
gaman að segja ykkur frá því.
svo minni ég vini og vandamenn á brúðkaupið sem verður haldið á þjóðhátíðardaginn í hallgrímskirkju og veislan á eftir á hótel borg þar sem í svörtum fötum munu spila fyrir dansi á samt birgittu haukdal og idol-dómnefndinni.
lóa og kalli (sem kalla sig oft lókal bara í djóki), eru strax búin að setja gjafalista í kosta boda og habitat.
lóa er búin að segja upp störfum og þegar fer að líða á óléttuna ætlar hún að gerast heimavinnandi og þar sem kalli er svo vel launaður hefur hún hugsað sér að dútla sér heima með krökkunum (degi smára og lilju líf) og þegar hún hefur lokið við að innrétta húsið í rómantískum kántrí-stíl ætlar hún að bjóða uppá matreiðslunámskeið í stóra eldhúsinu sínu.

bless á meðan

Engin ummæli: