föstudagur, mars 11, 2005

ef doktor love hjálpar fólki í ástarvandræðum, hverjum hjálpar þá doktor pepper?

í laginu sem hljómar: doctor, doctor, can´t you see I´m burning, burning... væri ekki nær að syngja: fireman, fireman, can´t you see I´m burning, burning ?

ef ég er að fara að mála um helgina, kemst ég þá á mála? eða er mikið mál að vera mál að komast á mála sem málamiðlun eða til málamynda. er hægt að mála mynd til málamynda? flytja málflutningsmenn málverk og fá málverk þegar þeir tala of lengi? byrja málaferli á því að grunna? eru mállausir aldrei með vesen? og eru þá vandræðagemlingar málfastir? á málhaltur maður í erfiðleikum með að mæla fjarlægðir, er hann slakur málari eða er hann með bolla á fætinum?
spyr sú sem ekki veit feit eins og geit sem úti skeit en leit út fyrir að vera saklaus.

best að hætta að þefa af terpentínunni...

Engin ummæli: