fimmtudagur, mars 31, 2005

jæja þá er ég flutt í lítið gult hús. það var í stíl við páskana en er frá og með deginum í dag hætt að vera í réttum lit. en litir eru sosum ekki aðalmálið...eða?
bráðum kemst lífið aftur í skorður. vinnan er á leiðinni í skorður, börnin á leið í sínar skorður og internetið er komið í skorður. voða mikið af skorðum að fyllast. þegar allt verður komið í sínar skorður neyðist ég sennilega til að skreppa og verða mér úti um fleiri. aldrei nóg af skorðum.
og svo þykir mér gaman frá því að segja að sjónvarpstenging heimilisins er ekki í réttum skorðum enda rifu bandítarnir alla hausa af öllum snúrum útúr öllum veggjum og öll loftnetsmál í ólestri. ég hef þar af leiðandi ekki horft á sjónvarp í heila viku (sjónvarpsleysisafmæli í dag) og satt best að segja líður mér ágætlega. engin fráhvarfseinkenni hafa gert vart við sig og enginn söknuður eftir að vita nákvæma framgöngu survivorliða, amazing racegengisins, hinna örvæntingarfullu húseiginkvenna eða þátttakenda í americas next top model. sakna þeirra ekki neitt.
ég er ekkert að flýta mér að fá einhvern til að laga loftnetstenginguna enda búin að raða bókasafninu mínu pent og fínt í stássskápinn í sjónvarpslausu stofunni minni. og leslampinn á sínum stað. ég er til í tuskið og mun héðan í frá verða kenglesin og menningarleg.
eða ekki...
en þetta er amk í frásögur færandi miðað við aldur og fyrri störf.

Engin ummæli: