erum með málningu út um allt en húsið er að verða fínt. jájá. enginn tími fyrir blogg og þessháttar dótarí. nema hvað, pé-a-ká-ká-i-eð sem leigði húsið áður en við fengum það afhent hélt eftir einum lykli til að ná í sófa sem þau höfðu fengið leyfi okkar til að skilja eftir í tvo daga á meðan þau redduðu geymslu fyrir hann. það var fyrir rúmri viku síðan. sófinn er enn á sínum stað og þau með lykilinn. í morgun þegar ég kom á staðinn og fór á klósettið sá ég að þau hafa komið í heimsókn í fyrrinótt. það sá ég ekki á því að sófinn væri farinn, sem hann er ekki, heldur á því að þau hafa dundað sér við að hirða sturtuhausinn, skrúfa klósettpappírshaldarann af veggnum, handklæðahengið, spegilskápinn sem hékk yfir vaskinum og síðast en ekki síst hafa þau ákveðið að taka með sér ljósaperuna og ljósaperustæðið sem voru í loftinu. já og svo vantaði fleira dót sem ég man ekki einu sinni hvað var, ég er svo pirruð.
ég pissaði næstum því útfyrir af geðshræringu þegar ég gerði mér grein fyrir bíræfni þessara kvikinda. að sjálfsögðu rauk ég beinustu leið niður í brynju þar sem ég keypti nýjan lás í hurðina sem ég svo skrúfaði blýfastann á sinn stað.
ef þau hefðu haft meiri tíma þyrfti ég sennilega að fara og kaupa nýtt baðkar, klósett og vask hið snarasta.
það hættir ekki að koma mér á óvart hvað sumt fólk er mikið fífl.
hugmyndir um hefndir eru vel þegnar, en þær verða að vera lúmskar því mannfjandinn er dópsali, aumingi og vinur allra góðkunningja lögreglunnar, og hann veit hvar ég á heima....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli