þriðjudagur, mars 08, 2005

og nú erum við að fara að flytja aftur. og nú erum við að rífa gamalt veggfóður aftur. og nú erum við að fara að mála panel aftur. og nú erum við að fara að pússa gólf aftur. einhverra hluta vegna er sama spennutilfinningin ekki til staðar og síðast þegar allt var fyrst. einhverntíman er ekki allt fyrst eins og núna. núna er allt annað í annað sinn, annað væri fyrst...og fremst rangfærsla. fyrst ég er ekki þyrst en annað uppi á teningnum.
ég er með rispaða hnúa og handarbök eftir hraunaðan vegg sem þarfnaðist niðurskafs. skóf hraunið með hnúum berum eins og bubbi hinn umdeildi sálnasölumaður. er sá sem selur sálir guð? eða teljast sálir til eigna? hefur einhver selt sálina hans jóns míns? er jón minn þá hjá lúsífer eða belsebúb eða myrkrahöfðingjanum eða andskotanum eða skrattanum eða djöflinum eða fjandanum sjálfum? af hverju heitir hann myrkrahöfðinginn ef hann er umkringdur eldi? eldur veitir birtu og yl. eða var helvíti kalt? nú verður víst helvíti kalt um helgina, eða svo segjaðeir á veðurstofunni. en nema hvað, hraunveggurinn varð panell og handabökin urðu hraun. ef handarbakið er hérna, hvar er þá handarmaginn? og hvar er fótarbakið og höfuðbakið? eða kannski magabakið? væri ekki nær að kalla það sem snýr baki í lófa, þófa, eða sófa, eða rófa, eða hófa? væri það ekki nær eða fer því fjarri? nær eða fjær? ég bara spyr og spyr sú sem ekki veit enda fátt um svör og svarafátt. ef svarið er fátt hver er þá spurningin? þeir sem fá réttu spurninguna svara fátt og verður því eigi svarafátt.
oseisei.

Engin ummæli: