það sem mér þykir fyndið:
prump, alltaf klassísk og skemmtileg. geta þó verið hvimleið þegar fýlan er viðvarandi og ókunnug. eins og til dæmis um daginn þegar mér var boðið uppá aðra hæð í landsbankanum niðri í miðbæ, en um leið og ég lagði af stað upp tröppurnar skokkaði uþb 200 kílóa maður niður á móti mér og mannhelvítið skildi eftir sig slæðu af súrri skítafýlu sem ég þurfti að brjótast í gegnum til að komast upp á efri hæðina. það var ekki fyndið prump. samt gerir prumpið aðstæðurnar kómískar.
hiksti. Það er mjög fyndið að fylgjast með fólki með hiksta eða fá sjálfur hiksta. reyndar verð ég leið á honum eftir 5 mínútur og vil fara að losna við hann, en mér þykir alltaf gaman og fyndið að fá hiksta. pabbi minn fær líka eina fyndnustu hiksta í heimi en hann hljómar eins og froskur með tourette.
illa þýddar bíómyndir eða sjónvarpsþættir. einhverntíman skrifaði ég smáræði um það fyrirbæri hér á mínum grænu síðum, en ég get velt mér lengi vel uppúr misskilningi þýðenda og hlegið dátt.
börnin mín að dansa. þau eru kostuleg bæði tvö hvort á sinn hátt sitt á hvorum palli. frumburðurinn er meistaralega hannað vélmenni þegar hann setur sig í breik-gírinn og síðburðurinn dillar pínulitlum mjöðmum eins og vasaútgáfa af hawaii-dansara. en það er svona "þið verðið að sjá það til að fatta það" fyndið.
orðaleikir og illa skrifaður texti. endalaus uppspretta hláturtára og gleðihasspera í andliti voru.
makinn að klippa á sér hárið eða í öðrum fegurðaraðgerðum. alltaf tekst honum að raka á sig skallablett eða gera einhverja aðgerð sem hann sér eftir í nokkrar vikur á eftir. og ég skemmti mér konunglega við að fylgjast með.
pétur vinur hans sveppa.
það sem mér þykir ekki fyndið:
spaugstofan.
bjössi bolla.
laddi.
grettur. (þykja þær eiginlega meira athyglisverðar en fyndnar)
brandarar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli