horfði áðan á ruslatunnuna okkar fjúka um garðinn. er ekki alveg viss hvort ég var fegin eða svekkt yfir því að hún var tóm. ef hún hefði verið full hefði hún annað hvort ekki fokið eða annars hefði ég að öllum líkindum þurft að eyða parti af deginum á morgun við að tína ruslaafrakstur vikunnar saman héðan og þaðan af lóðinni. ætli ég sé ekki fegin að hún hafi verið tóm.
best að fara að ryksuga baðherbergið.
makinn var að sníða höfuðleðrið á frumburðinum og mér sýnist það hafa gengið með ólíkindum vel...nema hvað, ryksugun baráttusvæðisins virðist hafa mistekist all hrapallega.
þar kem ég inn í myndina.
ég er nefnilega haldin hinu eðlislæga kvenlæga ryksugukunnáttugeni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli