föstudagur, apríl 01, 2005

fjúff hvað það gengur margt á í þessu lífi, sérstaklega eftir að ég hætti að troða skyndibitanum í heilann á mér. það er hreinlega hver einasta heilasella á fullu spani. mér líður svolítið eins og offitusjúklingi sem hefur farið í fitusog, nú get ég sko hreyft mig.
mikið innilega mæli ég með sjónvarpsleysi fyrir gesti og gangandi, kunningja og keyrandi.

ég er búin að vera með línuna ,,fallinn með 4,9 eitt skelfilega skiptið enn..." sönglandi í hausnum á mér undanfarna daga. gæti haft með prófatörnina sem er nú að ljúka að gera. sennilega ekki spennandi fyrir nemendur að hlusta á kennarann muldra þetta lag á meðan þeir læra fyrir próf... muahahaha.... ég sé svita spretta.

nema hvað, lóading týnd og gift tröllum. bölvaðar séu eineltisgelgjur þessa heims. bölvaðar. við munum þó vonandi endurheimta hana þegar hún finnur sér heilbrigðari syllu innan vinnumarkaðarins.

en nú er ég orðin svöng og mun splæsa arði hlutabréfanna í samloku þar sem ég ek heim á bílnum með nýju tímareiminni.

lengi lifi samlokugerðarbransinn, húrra, húrra, húrra!
góða helgi.

Engin ummæli: