sól í heiði skín og vindur úti hvín. gluggaveður dynur á vitum vorum og engin undankomuleið flúið fær.
nú er ég að skoða stúlku með lokk í tungu. mikið þykir mér það magnað hugmyndaflug. paradís kækjanna. áðan starði ég beint á naflalokk. óttalegt bling bling attítúd í þessum ungmennum í dag. ég er ekki vön að nota bling bling sem tjáningarmáta en þegar ég spurði stúlkuna hvort hún væri með tungulokk sagði hún ,,já bling blingið mitt?"
þetta er ungt og leikur sér segi ég nú bara.
eftir að aldurinn og viskan færðust yfir mig hef ég varla getað annað en þakkað minni sælu fyrir að hafa alltaf gugnað á því að láta tattúvera á mig sól eða auga eða aðrar táknrænur sem mér þóttu merkilegar og kúl á sínum tíma. ég er líka óneitanlega fegin að hafa hætt við að ganga með lokk í nefi, enda væri gatið orðið ansi vel gróið á nasavængi vora í dag.
sem betur fer var ég ung en gekk þó hægt um gleðinnar dyr, lék mér af varfærni og þorði sjaldnast að hella mér af of miklum krafti í töffaralifnaðinn.
þar af leiðandi er ég ekki með gaddavír teiknaðan í kringum upphandlegginn á mér, ekki með lafandi göt á skrýtnum stöðum eða takmarkaðan hárvöxt á augabrúnum eftir ofplokkun.
ég þekki strák sem er með garfield á upphandleggnum.
djöfull hefði ég grátið ef væri ég hann..... muahahahahahaha
Engin ummæli:
Skrifa ummæli