sunnudagur, maí 22, 2005

hér með langar mig til þess að gera könnun. könnunin atarna er ekki beint skoðanakönnun en þó felur hún skoðanir í sér á óbeinan hátt þar sem skoðanir markhópsins virðast alls ekki vera neitt svo ó svipaðar að ýmsu og fáeinu leyti. könnunin kemur til af því að mig er farið að gruna að 90% lesenda minna elskulegra (þaðeraðsegja ykkur) séu íbúar á njálsgötu, annarra gatna í póstnúmeri hundraðogeinum eða í hlíðahverfi númeruðu hundraðogfimm. svo tilheyrir hún veiga mín kær tildæmis hinum tíuprósentunum en hún var semsagt samstarfskona mín og býr í kópavogi og á kött og nýja íbúð og tilhamingju með það.
en semsagt er ég að velta því fyrir mér hvort íbúar þessa miðsvæðis svæðis séu þá frekar vísir til að hrasa hingað inn og lesa mig sér til dundurs, en aðrir. og þá sömuleiðis hvort ég sé þá sjálf vísari til að lesa síður ykkar sem einhverra hluta vegna veljið að búa í svipuðu umhverfi og ég sjálf. er það rétt að fólk af einhverskonar svipuðum toga sæki frekar í ákveðin hverfi og fólk af öðrum svipuðum togum sæki í önnur ákveðin hverfi? og á þetta fólk þá sameiginlegan einhvern lífstíl, skoðun eða húmor frekar en annað fólk í öðrum borgarhlutum? er steríótýperíseríngin í fullum rétti? hverjir búa þá helst hvar?

blogg er svosem hugmynd útafyrir sig... en það er ekki sama blogg og sérablogg.
eins og þau sem hafa eytt tíma í að ráfa niður tenglabloggaralistann minn hér á yðar hægri hönd hafið væntanlega gert ykkur grein fyrir, er ýmiskonar fólk að blogga og það af fítonskrafti. (hver var fíton?)
nemendur mínir eru margflestir virkir í íþróttinni en síður þeirra eru engan veginn af þeim toga sem ég nenni að lesa af viti, krafti eða áhuga.
það vantar ekki fjölda síðna skal ég segja ykkur, en litli trausti kjarninn sem ég les oftar en sjaldnar virðast semsagt af einhverjum ástæðum flestir vera grannar mínir. ástralarnir vita sko hvað þeir syngja. sumir viljana góða og granna en allir þurfa góða granna.
hér með hefst semsagt könnunin: kæru lesendur, vinsamlegast látið ekki ykkar kyrrt eftir liggja og verið svo væn að gera mér þann greiða að sýna lit og taka höndum saman um að opna innskotsglugga minn hér að neðan þar sem þau ykkar sem þorið getið og viljið mættuð skrifa niður nafn götunnar þar sem þið eruð íbúar, en séuð þið haldin ofsóknarbrjálæði á einhverju stigi, manna- og félagsfælni, áráttuhegðun eða óyfirstíganlegri feimni, læt ég mér nægja póstnúmerið. (nema auðvitað þau ykkar sem eruð í parís eða svoleiðis krummaskuðum, þið skráið auðvitað niður svæðið sem þið tilheyrið þegar þið dveljist hér heima í stórborginni).
reynist grunur minn á rökum studdur mun ég héreftir keppast við að brosa vinalega til eins margra miðbæjarbúa og ég get sem ég sé glitta í á milli gorítexklæddra útlendinga hér í bárujárnsbænum. hver veit nema ég eigi eftir að brosa til þín?

sem minnir mig á það... mig langar mjög að stofna til brosherferðar. bros eru svo góð fyrir sálina, það léttir tilveruna að gefa þau og gleður sálina að fá þau.
og hér með er herferðarhugmyndinni semsagt komið á framfæri sem mitt litla sandkorn til þess að fegra heiminn.
megsí bokú, þeinkjú, dankesjön, grassjas, túsintakk, obbrígaða, kítos, spassíba, gratsí og þakkykkur firir. :)

Engin ummæli: