föstudagur, maí 27, 2005

jedúddamía. makinn á leið úr landi í heila 5 daga frá og með fyrramálinu og ég sit uppi með tvö börn, vorhátíð, fótboltamót, körfuboltamaraþon og heila 6 kvöldmatartíma. ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að koma þessu öllu heim og saman í skeddjúal. sem betur fer kann ég að elda nógu marga rétti til að þurfa ekki að endurtaka á tímabilinu. þá yrði þetta einhvernvegin svona: lau-megavika dómínós (Lóa þú mátt vera memm). sun-matur hjá mömmu. mán-spagettí. þri-fiskur í móti með hrísgrjónum, sveppum og karrí. mið-kjötbollur. fim-kjúklingabringur í indverskri krukkusósu og hrísgrjón. svo á föstudaginn verður makinn kominn aftur heim og þá get ég andað léttar enda mikið á mig lagt að þurfa að standa undir öllum þessum pakka. ég er nefnilega óttalegur karlmaður þegar kemur að matseld... hehehehehe.....

Engin ummæli: