var að enda við að hlusta á erp fjalla á dönsku um danskt rapp. svona er dönskukennslan öppdeituð og reynt að færa hana nær ungdómnum. ég skildi meirihlutann merkilegt nokk og þykist bara nokkuð góð. gaman að segja frá því að ég greindist með danmerkurfordóma fyrir stuttu síðan en ég er að reyna að losna við þá því uppáhalds samstarfsfélagan mín er dönsk og er eiginlega bara skide fín og skemmtileg.
ég er svosem líka haldin íslandsfordómum og bandaríkjafordómum og spánverjafordómum og frakkafordómum og bretafordómum og ítalafordómum og svíafordómum og nossarafordómum og þjóðverjafordómum og hollendingafordómum og afríkufordómum og suðurameríkufordómum og ástralíufordómum og asíufordómum og sveitamannafordómum og rapparafordómum og snobbfordómum og fátæklingafordómum og öryrkjafordómum og ellifordómum og unglingafordómum og samkynhneigðarfordómum og bóhemfordómum og skrifstofufordómum og frekjufordómum og mikilmennskubrjálæðisfordómum og trúarfordómum og vísindafordómum og menntasnobbfordómum og iðnaðarverkamannafordómum og stjórnmálafordómum og sjálfstæðismannafordómum og vinstrisinnaðrafordómum og ríkidæmisfordómum og íþróttamannafordómum og útlitsfordómum og ljósabekkjafordómum og fordómum gagnvart mér sjálfri.
þar sem ég hef á einhvern hátt fyrirfram mótaða hugmynd um hreinlega allt og alla á ég ekki annarra kosta völ en að meðtaka allan heila pakkann og hafa gaman af eigin heimsku.
ég hugga mig við að kannski má flokka fordómalistann minn sem flokkunaráráttu mannkynsins og þörf mína til að setja allt í hugmyndalega flokka til að ná utanum margbreytileika tilverunnar.
æi haltu kjafti...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli