fimmtudagur, maí 12, 2005

jújú ég horfði á ópru vinnfrí í gærkvöldi. eins og svo margir aðrir.
mikið erum við klisjukennd í landkynningu alltafhreint. og mikið eru þetta villandi og heimskulegar áherslur. þetta hljómar eins og bærinn sé fullur af djammandi tilkippilegum einstæðum mæðrum um 15 ára. það gleymdist að taka fram að djammliðið er flest á aldrinum 17-27 ára, er ekki sérlega spennandi og er bæði dýrt og fljótt þreytandi. reyndar þekki ég svosem ekkert svo rosalega stóra prósentu íslenskra kvenna en sá litli þverskurður sem ég þekki passar greinilega ekki alveg við steríótýpuna sem einhverra hluta vegna er endalaust troðið uppá útlendinga.
makinn minn er eins og ýmsir vita, ekki hérlendur og þátturinn í gær fór fyrir brjóstið á honum. samt er hann alls ekki fyrsti maður til að stíga fram og verja landið bláa þegar kvartað er yfir því. honum þótti þetta þó skítt og fíflalegt og hann nefndi fullt af jákvæðum atriðum sem hefði mátt nefna frekar, auk þess sem hann benti á þá staðreynd að maka hans og dóttir væru báðar íslenskar og ekki þætti honum nú fallegt að erlendingum væri gefin jafn kynlífstengd hugmynd um samlendar konur og raun bar vitni, og hvað þá í svona þætti sem horft er á af þrilljónum manns og kvenns.
spurning um að fara að safna fyrir heilsíðuauglýsingu í new york times til að leiðrétta kvenkynninguna.

Engin ummæli: