mánudagur, maí 09, 2005

merkilegt hvað hárgreiðsla og litur getur breytt fésinu á fólki. mér var hrint inná hárgreiðslustofu fyrir helgina og þar réðust á mig stílistar og klipparar og litarar og plokkarar og annað hryðjuverkafólk sem hafði greinilega gaman af að upplifa eigin ekstrím meikóver á manneskju sem hefur ekki farið inn á slíka stofu í slatta mörg ár, með ólitað hár og fölt íslenskt vetrarandlit nýskriðið undan snjónum.
nema hvað, ég var hárreytt, lamin og barin en þegar mér loksins tókst að rífa mig lausa úr skærakrumlum þeirra leit ég hreint ansi vel út skal ég bara segja þér. og geri enn.
gott ef ég fékk ekki bara augnaráð á laugardagskvöldið þegar ég saup öl ásamt systur minni kærkominni á litlu samkomuhúsi í miðbæ höfuðborgarinnar.
reyndar er ég farin að fá örlitla bakþanka...þegar liturinn dofnar í burtu og stytturnar síkka á braut... hvað þá? er ég föst í vítahring fegurðarbransans?
úff hvað það er erfitt að vera fórnarlamb...

Engin ummæli: