þriðjudagur, ágúst 02, 2005

séu einhverjir eftir sem lesa ennþá þessa himinbrúnu síðu mína langar mig til að spyrja ykkur álits á því sem skrumskælir þanka mína í dag.
til þess að spara ykkur langan lestur og forsögu ætla ég að vinda mér beint í þungamiðju vandamálsins, þangað sem stóra spurningin (samkvæmt sjálfri mér) liggur.
skiptir engu máli hver kennir félagsfræði á framhaldskólastigi?

dótturspurningar þessarar spurningar væru svo eftirfarandi:
er ekki gert ráð fyrir neinum sérstökum félagsfræðilegum metnaði í félagsfræðikennslu á þessu skólastigi og þarf svo ekki að vera? er félagsfræðin í raun svo mikið kommon sens kjaftafag að hver sem er getur sett sig inní hana á nóinu? getur skrifstofukona með guðfræðimenntun kennt hana á sömu forsendum og manneskja tja segjum til dæmis með ba próf í mannfræði? (mannfræði er sko systir félagsfræðinnar fyrir þá sem ekki vita).
er félagsfræðilegur þankagangur ekki eitthvað sem teljast má gott og gilt og jafnvel nauðsynlegt að kynna fyrir ungviði þessa lands? (svo ég taki nú fullorðinslega til orða)
hefði mannfræðiútskrifaða manneskjan (sem má þó ekki kalla sig mannfræðing því hún er ekki með master), þá alveg eins getað skippað háskólanum og farið beint að kenna félagsfræðina?

allt þetta leiðir mig svo að einum og sama staðnum, sínkt síknt sýknt signt og heilagt, sem er hin talsvert opna spurning: eru íslenska, enska og stærðfræði einu fögin sem virkilega skipta máli allt framundir háskólann og þau einu sem virkilega virkilega virkilega þarf að leggja metnað í?

spyr sú sem hreinlega ekki veit lengur...

Engin ummæli: