þriðjudagur, september 06, 2005

síðburðurinn orðin priggja síðan á laugardaginn og frumburðurinn fyllir sinn fyrsta tug í dag. hann á allt nema alla playstation leiki í heimi. hann vantar ennþá mikinn meirihluta þeirra. heiladauðir foreldrar fjárfestu þar af leiðandi í einum nýjum í safnið. sú yngri var mun auðveldari í gjafameðförum, enda vilja priggja ára tröllaprinsessur oft vera það.
á eftir mun heimili mitt fyllast af karlkyninu í bekk frumburðarins og er þar um að ræða töffaraher mikinn. bónushamborgararnir, bónussnakkið, gosið og skúffukakan sem ég töfraði fram úr ermunum í gærkvöldi bíða átekta og áfergju þeirrar sem mun að öllum líkindum verða þeim aldurtila (það er að segja veitingunum). til að vernda dreggjar geðheilsu okkar skötuhjúa fjárfesti ég í plastglösum, plastdiskum, plasthnífapörum og einnota servíettum. (ekki það að ég hef svosem aldrei átt annað en einnota servíettur...en það er önnur saga).

annars er bara allt gott að frétta. mexíkanaparið úr heimsókn hinni fyrri er farið heim í sólina og nú er vika í næsta mexíkanapar sem samanstendur af tengdamóður vorri og systur hennar sem eru í miðaldrahúsmæðraorlofi, nú staddar í le paris. þær eru víst frelsinu fegnar og mér skilst að þær stefni á svakalegt þjóðhátíðarpartí á heimili mínu þann 15. þessa mánaðar (þjóðhátíðardagur mexíkó) og ég sé fram á að föndraðar verði piñötur og allt. (til að skrifa orðið piñötur þarf ég að breyta lyklaborðinu mínu úr íslensku yfir í spænsku og svo strax aftur í íslensku til að fá ö), það er ýmislegt á sig lagt fyrir alþjóðlegu stafsetninguna skal ég segja ykkur... en ég nenni semsagt ekki aftur að skrifa þetta orð.

eins og sést eru stöðug jól á heimili mínu þessa dagana, enda fengum við fyrst gjafir frá mexíkönum 1 (mági mínum og svilkonu með kaupæði), svo fóru þau til parísar og komu aftur með fleiri gjafir handa okkur. nú svo voru gefnar gjafir á afmæli burðar nr. 1 og svo aftur í dag í afmæli nr. 2, og þá er bara eftir að klára þriggja kílóa m&m pokann og skúffukökuna og mexíkanska chili-nammið og sterku sósurnar áður en næsti skammtur kemur í hús á þriðjudaginn næstkomandi (ásamt meðfylgjandi gjafaflóði þeirrar heimsóknar). nú þegar þær fara heim verður orðið stutt í afmæli mitt og makans í nóvember, og þá koma jólin...
ætli ég sleppi ekki öllum tilraunum til að fækka kílóum fram yfir áramót, þetta lítur hreint ekki svo vel út.

púff

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

[url=http://www.broncosnflprostore.com/]Peyton Manning Authentic Jersey[/url]

Naming your baby after him may keep you in the will, but naming your puppy after him won't Example: Take rich 'powerful' menThere are other useful definitions in this field, for example, creativity can be defined as consisting of a number of ideas, a number of diverse ideas and a number of novel ideas By helping others, anger and pain are transformed into power; the power to make our world better in the wake of crisis

[url=http://www.heathmillerjersey.net/]Heath Miller Nike Jersey[/url]

Boner may be cute among your fellow fraternity members, but it won't go over well at the veterinarian The cortex processes the message, considers consequences, alternatives, feelings, and allows me to make a different choice for myself and others People at church had no idea how hard it was to sit in a large crowd School children should be taught what to do in case of a problem and parents should be alerted in newspapers and TV

[url=http://www.freeshippingcheapjerseys.com/]Nike Nfl Jerseys From China[/url]

Nafnlaus sagði...

We [url=http://www.onlinecasinos.gd]slots[/url] be suffering with a corpulent library of unqualifiedly unconditional casino games for you to challenge opportunely here in your browser. Whether you want to training a provender encounter scenario or even-handed try elsewhere a few modern slots once playing for real filthy lucre, we possess you covered. These are the claim still and all games that you can engage at real online casinos and you can join in them all for free.