föstudagur, febrúar 10, 2006

jæja, mín komin í hús. brann aðeins einn dag en ber þess engin merki lengur. og nú er málið að snúa sólarhringnum aftur framávið. það er hægara sagt en gert skal ég segja ykkur.
nema hvað, það var gaman að koma aftur til mexíkóborgar. hún hefur fátt annað gert en að stækka blessunin og þegar flogið er yfir hana má sjá hús eins langt og augað eygir í allar áttir, enda heimili einhverra tuttugu milljóna.
við vorum heima hjá tengdó á næturnar en eyddum dögunum í að þvælast á mörkuðum, í miðbænum og í heimsóknum hjá vinum og vandamönnum. keyptum slatta af skrani og bíómyndum á spænsku sem er gott að eiga fyrir afkvæmin til að láta þau hlusta.
á sunnudaginn síðasta skelltum við okkur á tónleika með sjálfum luis miguel. þeir sem þekkja til kappans munu öfunda mig, en það verða sennilega fáir á íslandi..ehe.. áhugasömum bendi ég á síðuna http://www.luismiguelsite.com/ þar sem má sjá hvernig tónleikarnir sem ég fór á hófust með honum hoppandi inná sviðið. þess má geta að ég fór á tónleika nr. 15 af tuttuguogeitthvað sem haldnir eru í borginni og hverjir einustu eru stútfullir og uppseldir í risastórri tónleikahöll. ójá.

í raun er magnað hvað mexíkó og ísland eru ólíkir staðir og ég þykist rík af því að eiga fólk og heimili á báðum stöðum. (ég á ekki hús í mexíkó en eins og þeir segja, su casa es mi casa).

og nú þarf ég að fara að vinna með mauk á milli eyrnanna sökum svefnruglings.

Engin ummæli: