nú þurfum við víst að rýma húsið fyrir 15.apríl. úff hvað ég nenni ekki að flytja aftur. það góða er að með stanslausum flutningum safnast síður fyrir endalaust drasl sem enginn notar og þannig líður mér aðeins meira eins og búddista. svona feng shui eitthvað...án þess að ég hafi stúderað þau fræði. reyndar skil ég ósköp lítið í þessari greinilega vinsælu pælingu og mér virðist ganga ágætlega án þess að hafa fjólublátt eitthvað gegnt innganginum og spegla í einhverjar ákveðnar áttir og svoleiðis. ætli það sé ekki bara óvart svona feng shuilegt heima hjá mér...eða eitthvað.
nema hvað, nú er tilboð í gangi. okkur langar að kaupa lítinn grænan kofa sem foreldrum mínum líst víst ansi lítið á. við höfum verið þekkt fyrir að kaupa áásjáleg hýbýli sem einhverra hluta vegna enda með því að vera hálfgerðar gullnámur. það er vonandi að happadísirnar séu enn með okkur í liði því þetta hús er vissulega ekki mikið fyrir augað.
spennandi þó. það er eitthvað spennandi við að kaupa heimili þar sem þarf að henda öllu út og raða inn aftur eftir eigin höfði. ég er eiginlega hrifnari af eigin höfði en margra annarra. svo virðist ég ekki finna neitt sem mér líkar sem hefur verið byggt eftir árið 1910. ætli ég sé ekki bara svona gömul húsasál. svo er líka svo kósí að búa í húsum sem brakar í og þar sem boltar rúlla af stað ef þeir eru lagðir á gólfið (sökum ójafns gólfs, ekki draugagangs).
úy, sem minnir mig á það. hvað þarf fólk að verða gamalt til að hætta að vera myrkfælið? ég er enn að bíða eftir að losna við bölvaða myrkfælnina.
allaveganna... ég bíð spennt eftir svari við tilboði frá kofaeigandanum því ég er í stuði til að rífa niður veggfóður, tæta upp teppi, brjóta niður veggi og púsla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli