jamm...þið segið það....
nú er ég nett að panikka á því að eiga hvergi heima. ég á sko alveg heima en tíminn líður svo hratt að bráðum veit ég ekki hvar ég á heima. þá verð ég flækingur og börnin mín götubörn og búslóðin mín mun skemmast úti í rigningunni og ljósmyndirnar mínar munu verða bleikar og gular og krullast upp á meðan andlit minninganna gufa upp og hverfa út í íslenska vor-vetrar-veðráttu. ég mun faðma börnin mín að mér undir stóru úlpunni minni til að veita þeim hlýju og falska öryggiskennd, en glöggir munu geta séð hvar einmana tár rennur niður blauta og veðurbarða kinn mína þar sem ég horfi stolt og staðföst upp í himnana á meðan þeir hrynja yfir mig.
eða kannski fæ ég frekar bara að gista hjá mömmu í nokkra daga...
saltkjöt og baunir... túkall.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli