fimmtudagur, janúar 18, 2007

hananú. þegar ég kveikti á tölvunni minni í morgun var dauð rjúpa á skjánum.
einhvur andskotinn hefur komið fyrir og núna er hann brotinn upp í furðulega liti og þvert yfir hann þveran og endilangan hornanna á milli og út um allt er hvít rjúpulaga klessa með svartan gogg. ætli ég þurfi ekki að fá nýjan skerm, ég meina skjá... skrattinn.
annars er ég bara með mjög pirrandi ósýnilegt augnhár í auganu, bólur á milli augabrúnanna eftir svilkonuna með vaxandskotann og ósamstæða lengd á nöglunum. ekki það að það trufli mig reyndar....
lífið dúllast áfram í sínum litlu rútínum. reyndar er makinn frá heita landinu farinn að örvænta aðeins yfir kuldakastinu og vill helst synda til kanaríeyja ekki seinna en strax. ég bíð bara þangað til sú löngun hverfur, enda vopnuð eins og áður hefur komið fram, óendanlegu jafnaðargeði og þolinmæði. stundum er reyndar ekki gott að vera of þolinmóður og rólegur því þá á fólk til að vaða. ég kötta á fólk sem veður þó gott sé veður fái ég veður af slíku.
cucurrucucu paloma......

Engin ummæli: