mánudagur, janúar 08, 2007

í morgun lá innihald hanskahólfsins eins og hráviði um bílinn eftir einhvern aparass sem hefur fattað að makinn gleymdi að læsa hurðinni í gærkveld.
barnabílstóllin, útvarpið, regnföt og ónotaðir vegglampar voru á sínum stað. semsagt efnisleg verðmæti voru skilin eftir.
annað hvort hefur þjófurinn verið frá spænskumælandi landi, verið blindur eða verið fífl því það eina sem hann tók voru geisladiskarnir mínir sem ég dunda mér við að syngja með í bílnum. eða gerði amk. þar til nú.
mexico en la piel með luis miguel, más með alejandro sanz, brenndur diskur með salsatónlist og annar með kúbanskri sveitatónlist var innihald míns litla fjársjóðar.
ekki beint það sem ég býst við að dóparar eða fávitar í undirheimum reykjavíkur séu að hlusta á dags daglega. það gæti þó reyndar alveg verið...svona tæknilega....
einhverra hluta vegna grunar mig þó að diskarnir mínir séu komnir í ruslafötu einhverstaðar.
mikið er ég svekkt.

Engin ummæli: