miðvikudagur, mars 26, 2008

ég hef verið útlendingur, ég bý með útlendingi, ég hef fætt útlendinga og í fjölskyldunni minni er hellingur af útlendingum. og þegar ég segi útlendingar miða ég við að fólk sé ekki af íslenskum ættum og hvorki fætt né uppalið hér á landi. nú og þegar ég segist hafa verið útlendingur á ég við að hafa verið þar sem ég var hvorki fædd né uppalin. segir sig sjálft...
allt þetta útlendingafjas stefnir að einu marki. því að segja að það að vera fáviti tengist ekki uppruna fólks. fávitar og brjálæðingar eru til allstaðar í sennilega svipað miklu magni. sumir þeirra eru kannski bestu skinn sem einstaklingar en verða snar klikk þegar þeir breytast í hóp. gerist líka á íslandi.
hér á landi er nú lítill hópur sem er snar klikk. hann hefur meðal annars ráðist á lögregluþjóna sem voru við skyldustörf og lamið þá í spað. ég veit ekki í hvaða klikkhausaflokk þeir falla en þeir eru hluti af þessum minnihlutahópi meðal útlendinga sem er alveg snar og ólíklega eitthvað frekar í húsum hæfir í heimalandi sínu en hér.
nema hvað...þeir segjast vera mafía. þeir hringdu í saklausan samlanda sinn til að stæra sig af því að hafa lamið löggur. svo sögðust þeir fyrir dómi ekki hafa gert neitt af sér. og voru sýknaðir. einn þeirra fór svo heim til fyrrverandi kærustu sinnar og lamdi hana og móður hennar áður en hann braut og bramlaði allt sem hönd á festi í íbúðinni. svo sendir hann henni af og til dauðahótanir í sms. sérstaklega þegar hún neitar að gefa honum þrjúhundruðþúsundkall uppúr þurru. hann var víst indæll þessi gaur. þangað til hann breyttist í hóp.
nema hvað... hann veit hvar frændi fyrrverandi kærustunnar býr. í gærkveld datt honum og sam-ákærðum vinum hans frá löggubardaganum í hug að rukka frændann um þrjúhundruðþúsundkallinn. hann sagði nei og þá tóku þeir veskið hans, debet- og kreditkort og sjónvarpið. svo rifbeinsbrutu þeir hann svona rétt áður en þeir kvöddu. frændinn hefur líka fengið dauðahótanir.
mér skilst að löggan hafi sagt fyrrverandi kærustunni að hafa samband ef hann er með eitthvað vesen þessi tappi.
hann sagði henni að hann myndi drepa hana ef hún hringir í lögregluna. og hún er hrædd.
þetta voru fréttir dagsins.....

Engin ummæli: