fimmtudagur, mars 20, 2008

jahérnajæja. mér er farið að líða eins og ég vinni í alþjóðahúsinu. sem er bara gott og gaman. ég er minnihlutahópur í vinnunni minni, enda eini íslendingurinn. ég er með mexíkanann minn, að sjálfsögðu, og tengdamömmuna. svo er hér stúlka frá litháen, önnur frá bandaríkjunum, tvær frá brasilíu, strákur frá kólumbíu (sem leikur by the way þjóninn manolo í leikritinu sumarferðir þessa dagana), og svo eru tvær að fara að koma til reynslu, önnur frá líbanon og hin frá tyrklandi. þannig að ég verð bráðum sirka bát búin að ná yfir allan heiminn. nú og svo erum við auðvitað á hóteli þannig að alþjóðlegi litli hópurinn minn er að þjóna norðmönnum, dönum, svíum, þjóðverjum, hollendingum og allra þjóða liði. sem er líka bara gaman.

núna er til dæmis drukkin bandarísk kona hér að reyna við mann frá hollandi hér við barinn. hún er búin að segja okkur oftar en fimm sinnum að hún sé 49 ára, um það bil að fara að giftast 60 ára manni sem hún hefur búið með í 8 ár, hún á engin börn en maðurinn hennar tilvonandi á tvo stráka. hún á samt risastóran snáser hund sem hún elskar mikið. núna er hún að segja hollenska manninum frá því í þriðja sinn. já og hún býr á rhode island.
semsagt, gaman í litla alþjóðahúsinu.

Engin ummæli: